Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[15:01]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Með breytingunni er lagt til að lög kveði á um það með skýrum hætti að stjórnvöld þurfi að virða réttindi fatlaðs fólks við framkvæmd ákvarðana um frávísun og brottvísun, eins og kveðið er á um í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur fullgilt en stjórnvöld hafa því miður dregið endalaust lappirnar í að lögfesta hann. Þannig að við skulum bara byrja strax á að líta til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með því að samþykkja þessa breytingartillögu.