Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[15:05]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Virðulegi forseti. Ég ætla bara að segja í fyrsta skipti í þessari umræðu: Þetta er flott tillaga. Þetta er að fara að bjarga nokkrum fjölskyldum en ég er samt sem áður gul á þessu. Ég velti fyrir mér hvers vegna löggjöfin er ekki bara einfaldlega höfð í lagi þannig að hún nái utan um allar fjölskyldur en ekki bara nokkrar fjölskyldur, sem þessi breytingartillaga á að bjarga. Þetta er óþolandi og algjört skítamix. Það væri svo miklu auðveldara að breyta löggjöfinni þannig að hún væri mannúðleg og myndi bjarga fjölskyldum í stað þess að sundra þeim og í stað þess að vera alltaf að grípa inn í einhver einstaka mál. Hæstv. ráðherrar segja mjög oft að það sé ekki hægt að skipta sér af einstökum málum en mér sýnist það vera gert núna. Af hverju setjum við þetta ekki bara í löggjöfina? Ég sit hjá.