Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[15:10]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Ég hef nú þegar lagt fram frumvarp bæði á síðasta þingi og á þessu þingi þar sem þessi breyting er lögð til. Þetta ákvæði gengur út á það að fólk sem hefur fengið hér dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða fái atvinnuleyfi, geti unnið hér á landi og jafnvel farið í sjálfstæðan rekstur. Svo er það ekki í dag. Allt það fólk sem við erum að bjóða hingað til lands frá Úkraínu fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Það fær ekki stöðu flóttamanns eins og vera bæri og er án atvinnuleyfis. Þau þurfa að sækja sérstaklega um atvinnuleyfi eftir að hafa fundið vinnu, verið með samning og það er tímabundið. Þessu ákvæði er ætlað að laga þetta. Ég hef ítrekað lagt þetta til sér vegna þess að þetta er mjög mikilvæg breyting, gríðarlega mikilvæg breyting sem var troðið inn í þetta frumvarp þrátt fyrir að vera á sviði hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra og hefur ekkert að gera með restina af þessu frumvarpi til að aðstoð hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans við að gleypa restina af frumvarpinu. Ég segi já.