Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[15:11]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Frú forseti. Þetta er alveg stórmerkilegt dæmi um muninn á því að vera í stjórn og stjórnarandstöðu. Við höfum áður greitt atkvæði um nákvæmlega þetta. Þá hafnaði stjórnin þessari tillögu. Það var í breytingartillögu við frumvarp hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra. Þá sagði stjórnin nei bara af því að það kom frá hv. þm. Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur. Núna segja allir já, mjög merkilegt. Þetta ákvæði hefði getað orðið að lögum fyrir langa löngu síðan en einhverra hluta vegna þá mátti ekki gera það fyrr en það var meiri hlutinn sem kom með þessa tillögu. Ég segi já.