Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

lögreglulög.

535. mál
[18:36]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, fyrir svar við andsvari mínu. Já, það er gott að heyra að hæstv. matvælaráðherra telji fyrirvaranum nægjanlega vel fyrir komið en nú getur ýmislegt gerst í meðförum nefndarinnar. Ég velti fyrir mér: Verður því fylgt eftir af hálfu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að þessum fyrirvörum verði viðhaldið? Skjótt skipast veður í lofti og það er mjög mikilvægt að passa upp á það að þessum fyrirvörum sé haldið til haga. Myndi það koma til greina af hálfu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að draga til baka stuðning ef svo bæri við að ekki væri nóg að gert og einhverjir þessara fyrirvara yrðu ekki fullnægjandi til þess að gæta hagsmuna framboða og almennings?