Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 65. fundur,  20. feb. 2023.

fjármögnunarviðskipti með verðbréf.

588. mál
[17:29]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og fram kom í mínu máli þá er hér um innleiðingarmál að ræða sem m.a. hefur það í för með sér að við erum að samræma löggjöfina á EES-svæðinu og þegar um jafn afdrifarík viðurlög við brotum er að ræða, eins og þau sem hérna er vísað til, eins og afturköllun starfsleyfis, þá fer það dálítið eftir alvarleika brots hvenær getur komið til greina að slík viðurlög liggi við. Ég held að það hljóti að vera meginsvarið við þessari spurningu. En við getum skoðað þetta nánar eftir að málið er komið inn í nefnd og veitt frekari svör til nefndarinnar.