Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 66. fundur,  21. feb. 2023.

greinargerð um sölu Lindarhvols.

[14:18]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Ég kem hérna upp til að ítreka beiðni mína sem ég merkti a.m.k. ekki svar við, sem var ósk mín um að forseti birti þau lögfræðiálit sem forsætisnefnd hefur látið vinna fyrir sig og snúa að birtingu þessara gagna. Eins og ég segi, þau taka á þessum álitamálum sem virðulegur forseti ber fyrir sig að séu ástæðan fyrir því að þetta verði ekki birt. Er eitthvað því til fyrirstöðu að lögfræðiálitin séu a.m.k. birt á meðan forseti er að velta því fyrir sér hvort lagalegu atriðin standi í vegi fyrir því að greinargerðin skuli birt eða ekki? Getur forseti upplýst þingheim um hvort hann hyggist verða við minni ósk um að birta lögfræðiálitin sem forsætisnefnd hefur látið vinna, m.a. um akkúrat þessa spurningu, lögmæti birtingar? (Gripið fram í: Heyr, heyr.)