Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 66. fundur,  21. feb. 2023.

Vestnorræna ráðið 2022.

662. mál
[18:59]
Horfa

Frsm. ÍVN (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég kann í rauninni ekki þá sögu hvernig Færeyingar hafa hagað sínum utanríkisviðskiptum með fisk og get ekkert svarað um það þess vegna. En hins vegar hefur það verið þannig um talsvert langt árabil að Ísland hefur fært sín viðskipti annað en til Rússlands og það kann að hafa áhrif á það að á þessum tímapunkti erum við einfaldlega að selja okkar fisk á aðra markaði. En ég verð bara að viðurkenna það að þrátt fyrir að ég sé áhugakona um færeyska pólitík þá kann ég ekki þeirra utanríkis- eða viðskiptastefnu þannig að ég geti á nokkurn hátt farið að tala um það hvernig þeir hafa hagað sínum viðskiptum með fisk.