Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 67. fundur,  22. feb. 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hafa bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 901, um hringrásarhagkerfið og orkuskipti, frá René Biasone, og á þskj. 1026, um markmið um orkuskipti, frá Indriða Inga Stefánssyni.

Einnig hefur borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1026, um veikindi vegna rakavandamála í byggingum, frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.