Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 68. fundur,  23. feb. 2023.

ráðstöfun útvarpsgjalds.

143. mál
[12:25]
Horfa

Halldór Auðar Svansson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka skýrt svar og tek líka undir þessa brýnu þörf fyrir algjöra endurskoðun á umhverfinu í heildrænu samhengi. Ég er alveg sammála því. Þessir styrkir eru einhvers konar viðbragð eða björgunarhringir sem er verið að fleyta út. Þeir geta aldrei talist hluti af einhverju heildarkerfi eða alvöruheildarviðbrögðum við því hvernig rekstrarumhverfið er í nútímanum og ég held að þeim hafi aldrei verið ætlað að vera það. Ég get alveg tekið undir það að þetta hefur dregist mikið og það er svo rosalega margt þarna undir. Spurningar eins og: Á að skattleggja samfélagsmiðlana og þeirra auglýsingar? Geta þeir nýst í ríkisstyrki? Svo er náttúrlega RÚV alveg risastór spurning í sjálfu sér. Hver er staða þess í nútímanum? Þannig að það er þakkarvert að fá aðeins að dýfa tánum í þessa umræðu.