Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 68. fundur,  23. feb. 2023.

starfsemi stjórnmálasamtaka.

38. mál
[15:50]
Horfa

Magnús Árni Skjöld Magnússon (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, akkúrat. Takk fyrir þetta snarpa svar, hv. þingmaður. Ég skil hvað þú ert að fara og hvaðan þú ert að koma. Það er auðvitað samtal sem stjórnmálaflokkar eiga við umbjóðendur sína, ef við getum orðað það svo, þegar þeir eru að fara fram á fjárframlög. En það má líka segja að þetta létti af stjórnmálamönnum ákveðinni kvöð til að vera í samtali um fjárframlög og frelsi þá í ákveðinn tíma sem þeir hafa til að tala um eitthvað annað, sem væri þá hugsanlega gagn og nauðsynjar lands og þjóðar, vonandi.