Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 68. fundur,  23. feb. 2023.

almannatryggingar.

72. mál
[17:35]
Horfa

Halldór Auðar Svansson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir framsöguna. Þetta var mjög skýrt og áhugavert. Mér fannst ekki síst gott og þakkarvert að þingmaðurinn fór aðeins inn í algeng mótrök og svaraði þeim, sem hjálpar manni til að hugsa aðeins um málið, þ.e. mótrökin varðandi það þegar fólk er með meiri tekjur en aðrir, af hverju verið sé að hætta að skerða það. Er það ekki minni jöfnuður af því að það leggst yfir alla og þá fá þeir sem eru meiri tekjur bara enn meiri tekjur? En mótrökin eru að þetta er réttur sem fólk var búið að vinna sér inn áður, eða ekki, út frá tekjum í gegnum ævina. Af hverju ekki að fara þá frekar eftir því en eftir tekjum sem fólk fær þegar það er komið á eftirlaun? Annars getur fólk kannski verið í þeirri stöðu að það átti kannski mjög erfitt með að vinna sér inn tekjur fyrri hluta ævinnar og er þar af leiðandi ekki með mikinn lífeyri, en er hins vegar með réttindi í almannakerfinu. Og af hverju þá að fara að skerða það ef það fær kannski allt í einu kost á því að vinna sér inn meira þegar það er eldra, og svo öfugt? Mér finnst það eðlilegt og fundust það góð og skýr rök, þessi mótrök um að það sé bara miðað við hvað fólk var búið að vinna áður en ekki tekjurnar sem það er með þegar það er komið með rétt á þessum lífeyri.