Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2023.

lengd þingfundar.

[15:57]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mig langar bara taka undir með hv. þm. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. Það er ekki það að okkur sé eitthvað þvert um geð að vera hér að ræða mál inn í kvöldið en það eru fjórir klukkutímar síðan ég fór af fundi forsætisnefndar þar sem forseti sagði hreint út, berum orðum, skýrt, að hann gerði ekki ráð fyrir lengdum fundi í dag eða nokkurn annan dag í þessari viku.

Mig langar bara að spyrja, herra forseti: Skipulagsleysi hvers er það sem varð þess valdandi að allt í einu, þegar þingfundur er búinn að standa í klukkutíma, kemur í ljós að einhverjum finnst hann eiga standa aðeins lengur til að klára umræðuna? Hver mætti svo óundirbúinn til þingvikunnar að líta ekki einu sinni á dagskrána áður en fundurinn byrjaði?