Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2023.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[16:56]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Bjarna Jónssyni fyrir góða framsögu. Mig langaði að forvitnast um tvennt hjá hv. þingmanni. Í fyrsta lagi kom fram í fyrri umr. þessa máls breytingartillaga frá hv. þm. Andrési Inga Jónssyni, um að nota tækifærið í þessari uppfærslu á þjóðaröryggisstefnunni og skerpa á yfirlýsingunni um kjarnorkuvopnalaust Ísland. Mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort sú tillaga að skerpa á þessu hafi verið rædd. Ef svo var, fékk hún góðar undirtektir eða af hverju var ákveðið að hún yrði ekki hluti af þeim breytingapakka sem kom með nefndarálitinu?