Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2023.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[16:59]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það er gott að heyra að við séum enn sammála um kjarnorkuvopnalaust Ísland þó að það sé ekki þarna inni. Mig langaði einmitt að nefna í minni seinni spurningu að nú tekur maður eftir því þegar listinn er lesinn yfir þá sem komu á fund nefndarinnar og sendu inn umsagnir, að maður saknar þess svolítið að sjá friðarsamtök, t.d. Samtök herstöðvaandstæðinga, á listanum. Mig langaði að vita hvort það hefði verið farið eitthvað sérstaklega í það að ýta á friðarsamtök að taka þátt í samráðsferlinu með því að biðja um umsagnir eða ýta á eftir umsögnum.