Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2023.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[17:59]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Ég er með tvær spurningar fyrir hv. þingmann. Ég missti því miður af byrjuninni á ræðu hans en spurningin er þessi: Styðja Píratar aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, NATO, og hver er afstaða Pírata til varnarsamningsins við Bandaríkin? Á hvaða grunnstoðum öðrum, ef hv. þingmaður svarar spurningunni neitandi, vilja Píratar byggja þjóðaröryggisstefnu, varnarstefnu Íslands?