Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2023.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[19:14]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið og tek undir að þetta hafi verið mjög þarfar breytingar sem við gerðum núna á þjóðaröryggisstefnu, eins og ég rakti lítillega í ræðu minni. Við horfum auðvitað til þess sem nágrannaþjóðir okkar hafa verið að gera og fylgjum þeim eftir í þeim efnum. Við horfum líka til þess sem við höfum verið að framkvæma, eins og ég minntist stuttlega á í ræðu minni, ekki bara til þess sem við skrifum út á blað heldur líka til þess sem við höfum verið að framkvæma og við höfum verið að taka stór skref í þeim efnum. Varðandi hvort mér finnist að við hefðum mátt ganga lengra þá finnst mér eins og staðan er núna að það hefði ekki mátt vera minna. Mér finnst við hafa gert mikilvægar breytingar og náð mikilvægri lendingu í nefndinni sem allir gátu einhvern veginn orðið ásáttir um og mér finnst það mjög mikilvægt og ég heyri að fleiri hv. þingmenn hafa tekið undir það í umræðunni í dag að það sé mjög mikilvægt að við séum öll sammála um þessa lendingu sem þó varð í nefndinni. Þannig að eins og staðan er núna þá get ég unað við niðurstöðuna sem við urðum ásátt um í nefndinni.