Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[14:05]
Horfa

Bjarni Jónsson (Vg):

Hæstv. forseti. Við erum að ganga til mikilvægar atkvæðagreiðslu um þjóðaröryggisstefnu sem hér er uppfærð. Ég vil koma að tveim atriðum og leiðréttingu. Fyrir það fyrsta var sagt að verið væri að skrifa grunnstefnu Atlantshafsbandalagsins inn í þjóðaröryggisstefnuna. Það er ekki rétt, hún er nefnd … (Gripið fram í.) Hún er nefnd í nefndaráliti og nefndarálit er ekki það sama og stefnan sjálf. (Gripið fram í.) — Ég er með orðið (Forseti hringir.) og er að gera grein fyrir atkvæði mínu. Síðan er kveðið á um stefnumótun á sviði varnarmála í varnarmálalögum, 3. gr. og 11. tölulið 6. gr. varnarmálalaga, svo því sé haldið til haga hér.