Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

[14:19]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Hv. þingmaður þarf ekki að fara í lögfræði til þess að kynna sér ákvæði þingskapalaga og skora ég á hv. þingmann að gera það, lesa saman m.a. það ákvæði sem varðar fyrirspurnir til forseta og hins vegar þau ákvæði sem varða stjórnsýslu þingsins. Fyrirspurnarheimild, ef við erum að tala um það afmarkað viðfangsefni, varðar bara stjórnsýslu þingsins og hv. þingmaður á að geta séð hvað heyrir til stjórnsýslu þingsins þegar greinar í þeim kafla þingskapalaganna sem varðar stjórnsýslu þingsins eru skoðaðar.