Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

[14:25]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti ítrekar það sem áður hefur komið fram af hálfu forseta að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd getur tekið málefni Lindarhvols til athugunar á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom til þingsins og varð opinber vorið 2020. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur allar heimildir til að afla þeirra upplýsinga sem hún telur sig þurfa til að komast að einhverjum niðurstöðum í því máli og það er hinn lögformlegi vegur fyrir þingnefnd til að sinna sínu eftirlitshlutverki hvað þetta tiltekna viðfangsefni varðar.