Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

[14:31]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Í tilefni af orðum hv. þingmanns verður forseti að geta þess að hér í þessari umræðu um fundarstjórn forseta hefur verið vikið að málum í mismunandi formi. Eitt varðar fyrirspurn hv. þm. Jóhanns Páls Jóhannssonar, annað varðar fyrirspurn sem kom fram í umræðum í síðustu viku af hálfu hv. þm. Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur og síðan auðvitað þeirrar undirliggjandi spurningar sem snertir birtingu eða afhendingu á greinargerð setts ríkisendurskoðanda árið 2018. Mismunandi viðfangsefni kalla á að vísað sé til mismunandi ákvæða þingskapa eins og eðlilegt er og verðum við að hafa það í huga þegar við ræðum þessi mál.