Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

[14:51]
Horfa

Brynjar Níelsson (S):

Hæstv. forseti. Forseti hefur útskýrt þetta mjög vel og svarað öllum spurningum skilvíslega. En það virðist ekki ná í gegn. Hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson kom auðvitað með kjarnaspurningu hérna áðan, sem gerist að vísu ekki oft: (Gripið fram í.) Getur hann ekki bara birt þetta sjálfur, settur ríkisendurskoðandi? Hann hefur svarað því. Hann telur sig ekki hafa heimild til þess út af þagnarskyldu. Geta menn þá ætlast til þess að forseti þingsins geti það? Þetta er auðvitað stóra spurningin. Þetta er auðvitað skjal Ríkisendurskoðunar. Ég bara minni á 15. gr. laga um Ríkisendurskoðun. Þannig að mín niðurstaða, eftir að hafa setið í forsætisnefnd fjögur ár þar á undan, þegar þetta mál var hvað mest í deiglunni, er að þessi lögfræðilega niðurstaða sé bara rétt. Ef menn telja hana rétta þá verða menn að fara að lögunum. (Gripið fram í.)