Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 72. fundur,  6. mars 2023.

greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf.

[17:12]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við eigum að taka af þessa leynd um Lindarhvol. Hér á eftir förum við að greiða atkvæði um rétt þingmanna til upplýsinga um störf Ríkisendurskoðunar, stofnunar sem starfar á vegum Alþingis. Það er mikilvægur þáttur í skyldu þingmanna gagnvart almenningi að geta haft eftirlit með störfum stjórnsýslunnar. Ríkisendurskoðun spilar þar stórt hlutverk, enda sú stofnun sem falið er lögum samkvæmt að hafa sjálfstætt eftirlit með öðrum stjórnvöldum. Ef hægt er að meina þingmönnum aðgang að upplýsingum um störf Ríkisendurskoðunar þá er vegið alvarlega að upplýsingarétti þingmanna og almennings sem og eftirlitshlutverki Ríkisendurskoðunar. Ef starf einhverrar stofnunar þarf að vera hafið yfir vafa þá er það starf Ríkisendurskoðunar. Birtum skýrsluna.