Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 72. fundur,  6. mars 2023.

greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf.

[17:28]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Allt á sinn tíma og stað og þegar settur ríkisendurskoðandi skilar af sér greinargerð til Alþingis þá er ábyrgðin komin hingað. Eftir það er settur ríkisendurskoðandi ekki ríkisendurskoðandi, hvorki settur né annað og ber þannig í raun enga ábyrgð gagnvart þeirri greinargerð sem hann skilar og er þannig tvímælalaust bundinn af trúnaði, auðvitað, en hefur sagt upphátt að það eigi að sjálfsögðu að birta þessa greinargerð. En það er á ábyrgð þingsins, forseta Alþingis, að gera það af því að þetta varðar stjórnsýslu Alþingis. Þetta varðar ekki lengur Ríkisendurskoðun, settan ríkisendurskoðanda eða neitt slíkt. Þetta er farið úr þeirra höndum, þau eru búin að skila þessu til þingsins og vegna þess er það á okkar ábyrgð að klára málið.