Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 72. fundur,  6. mars 2023.

greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf.

[17:51]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrslu Ríkisendurskoðunar er fastur liður í störfum nefndarinnar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar, um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, er ekkert fjallað um hvort framkvæmd sölunnar samrýmist alveg stjórnsýslulögum og meginreglum stjórnsýsluréttar og ekkert um hæfi. Þetta hefur staðið umfjöllun nefndarinnar um efni skýrslunnar fyrir þrifum. Þess vegna verðum við að fá svör við því hvaða lögum og reglum ríkisendurskoðandi skuli hafa eftirlit með og hvaða frávikum hann skuli vekja athygli á og hverjum ekki svo að við getum brugðist við til þess að tryggja skilvirka málsmeðferð á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það hlýtur að vera eðlilegur liður í stjórnsýslu Alþingis. Ég segi því já.