Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 73. fundur,  6. mars 2023.

aðgangur fatlaðra að rafrænum skilríkjum.

178. mál
[19:20]
Horfa

Viðar Eggertsson (Sf):

Frú forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Andrési Inga Jónssyni vegna þessarar gífurlegu kröfu sem alltaf er gerð um að fólk beiti kennitölum sínum við undarlegustu aðgerðir í nútímalífi. Það er eins og fólk heiti ekki lengur neinum nöfnum og það sé bara númer á blaði. Við erum nú svo heppin á Íslandi að það er voðalega auðvelt að auðkenna okkar á annan hátt. Ég t.d. eini maðurinn í heiminum sem heitir Viðar Eggertsson en ef ég ætla að segja bara nafnið mitt einhvers staðar í einhverri afgreiðslu þá er ekki tekið mark á því að ég geti verið Viðar Eggertsson, það er eins og það séu milljónir annarra sem þurfi að greina þetta frá, og ég þarf þá að segja í heyranda hljóði hátt og skilmerkilega hvað ég er gamall því kennitölur á Íslandi byggjast á því að fólk segi frá því hvað það er gamalt og helst hátt og skýrt á alls konar opinberum stöðum. Það er þessi ofnotkun á skilríkjum sem gerir mörgum erfitt fyrir (Forseti hringir.) og hvernig einblínt er á aðferðirnar frekar en að hjálpa manneskjunni til að lifa lífinu þægilega.