Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 74. fundur,  7. mars 2023.

aukin verðmætasköpun við nýtingu þörunga.

119. mál
[15:45]
Horfa

Flm. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni aftur fyrir áhugann og spurningarnar og hvatninguna sem ég tek bara inn í þessa vinnu. Eins og hv. þingmaður kom inn á er vaxandi áhugi á þessari grein. Sjálfur hafði maður kannski ekki, áður en maður fór að skoða þessi mál, mikið hugmyndaflug fyrir öllum þeim vörutegundum sem hægt er að framleiða eða bæta í úr þessum gróðri. Hv. þingmaður nefndi hérna bók Silju Daggar Gunnarsdóttur um þörungatínslu og nýtingu á þeim. Ég held að þetta séu bara fyrstu skrefin í því að við erum að sýna þessu meiri áhuga. Maður var kannski að horfa sérstaklega t.d. til Breiðafjarðar í þessu efni en við getum farið miklu víðar. Það er hafin framleiðsla og rannsóknir t.d. í Ísafjarðardjúpi, í Jökulfjörðum og á fleiri stöðum. Það er allt góðra gjalda vert og ég held að þetta sé óþrjótandi. Ef við horfum bara til umhverfislegra þátta er þetta mjög kolefnisbindandi gróður. Og hvað er sjórinn, er hann ekki 70% af ummáli jarðar eða eitthvað? Þannig að þetta er akur sem er óplægður í þessum efnum.