Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 75. fundur,  8. mars 2023.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[15:38]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Jú, auðvitað er það á forræði ríkisstjórnarinnar hvernig hún mannar fyrirspurnatíma hér af sinni hálfu, það er alveg rétt hjá forseta, en það er góður bragur á því ef forystufólk allra stjórnarflokka mætir alla vega einu sinni í viku. Þó að það sé ekki einhver stíf regla í þingsköpum þá fer bara betur á því. Þegar við erum t.d. að upplifa leyndarhyggju stjórnarmeirihlutans varðandi Lindarhvol, eins og var í byrjun vikunnar, og gætum mögulega viljað eiga orðastað við ráðherrann sem sú leynd snýst um að verja, þá væri ágætt að hann mætti hingað í salinn á morgun eins og hann getur gert í dag. Á morgun er þingfundur með óundirbúnum fyrirspurnatíma þar sem nærveru ráðherrans hefur verið óskað. Hafi forseti ekki komið þeim skilaboðum nógu skýrt til ráðherrans þá eigum við hér milliliðalaust samtal við ráðherrann um það. Ég vona að hann sé með eyrun nógu vel opin til að hafa heyrt þessa beiðni hér og nú.