Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 75. fundur,  8. mars 2023.

aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023 - 2026.

795. mál
[16:50]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil nú byrja á að segja að ég tek ekki undir það að hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans eða hæstv. ráðherrar gangi hér fram með rasískri eða hatursfullri orðræðu almennt eins og hv. þingmaður gefur hér til kynna. Nú fylgdist ég ágætlega með umræðum um það útlendingafrumvarp sem hv. þingmaður vísar til og ég get ekki séð að þessi málflutningur hennar eigi við rök að styðjast og vísa honum á bug. Þannig að ég fellst einfaldlega ekki á forsendur spurningarinnar hjá hv. þingmanni sem kemur hér og heldur því fram að á fjórða tug þingmanna gangi hér fram með hatursfullri orðræðu í garð tiltekinna hópa. Ég bara fellst ekki á þann málflutning.