153. löggjafarþing — 76. fundur,  9. mars 2023.

kostnaður landsbyggðarfólks vegna bálfara.

[11:07]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. dómsmálaráðherra kærlega fyrir þetta svar. Maður heyrir nefnilega ótrúlegar frásagnir fólks sem stendur frammi fyrir því að flytja látna ástvini á milli landshluta til að geta nýtt sér þessa aðstöðu sem hér er í Reykjavík í formi bálstofu. Þess vegna langar mig að spyrja hæstv. dómsmálaráðherra hvort það komi til greina — ég geri mér grein fyrir því að það kostar mikið að reisa nýja bálstofu, 1,2 milljarða, minnir mig að hann hafi sagt — en er þá hægt að veita einhvers konar styrki þannig að fólk búi við sama rétt? Eins og staðan er núna þá er þetta beinlínis ójafnrétti sem hluti landsmanna býr við.