Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 76. fundur,  9. mars 2023.

Fjölmiðlafrelsi.

[11:49]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Þetta er ágætisumræða sem fer fram hér í dag en eins og málshefjandi kom inn á þá eru frjálsir fjölmiðlar hornsteinar lýðræðis. Þeir eiga að veita nauðsynlegt aðhald og standa fyrir faglegum og upplýsandi fréttaflutningi og eru einnig vettvangur umræðu um samfélagsmál. Ég tek undir að það er mikilvægt að fjölmiðlar hafi fjárhagslega burði til að sinna þessu lýðræðishlutverki sínu.

Þá er ég nokkurn veginn kominn að fyrri ræðu minni. Ríkisútvarpið hefur yfirburðastöðu gagnvart öllum öðrum fjölmiðlum og gildir það um fréttaflutning sem og dagskrárgerð. Það er ekki hægt að segja það nógu oft að slík einokunarstaða, sérstaklega ríkismiðils, er óeðlileg nú á tímum og vinnur beinlínis gegn hugmyndum um sjálfstæði og fjölbreytni hugsunar og skoðana. Ég tel því best að landsmenn hafi sjálfir beint valfrelsi um ráðstöfun hluta gjalds sem núna rennur til Ríkisútvarpsins og það verður aldrei nógu oft sagt.