Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 76. fundur,  9. mars 2023.

greinargerð um sölu Lindarhvols.

[11:55]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Um þetta sama mál einmitt. Ég velti því fyrir mér hvort lögfræðiálitin sem þingið hefur fengið ættu ekki að birtast sem gögn málsins sem styðja þá ákvörðun forseta að birta ekki greinargerðina, sem rök hans í því máli. Það væri í rauninni mjög áhugavert ef það birtist á vef þingsins lögfræðiálit sem segir: Það á að birta þetta, þegar ákvörðun forseta er að birta þetta ekki. Forseti þarf væntanlega að rökstyðja það á einhvern hátt af hverju hann er ekki að taka tillit til lögfræðiálitsins því að við vitum það jú öll að lögfræðiálit eru eins og þau eru stundum, það er hægt að panta hingað og þangað, þannig að við verðum að taka tillit til innihalds lögfræðiálitanna. Það er ekki bara hægt að taka því eins og einhverju guðspjalli að þau séu hárnákvæm og rétt. Við kunnum öll þá lögfræðifimleika. Er ekki eðlilegt að forseti myndi birta öll þau lögfræðiálit sem hafa fram komið í þessu máli, ákvörðun sinni til stuðnings?