Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 76. fundur,  9. mars 2023.

greinargerð um sölu Lindarhvols.

[11:58]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Frú forseti. Mér þótti athyglisvert að lesa um það í fjölmiðlum í morgun að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé nú að úrskurða um að ákveðinn hluta gagna í þessu svokallaða Lindarhvolsmáli beri að gera opinbera. Ég ætla nú ekki að fara í neinar lögskýringar, enda ekki löglærður maður, en ég vil bara nefna það hér að á síðasta fundi í forsætisnefnd þá samþykkti forsætisnefndin það samhljóða, fyrir utan sjálfan forsetann, að gera öll þessi gögn bara opinber, það væri þinginu til sóma að gera það. Þetta varðar almenning. Hvernig farið er með ríkiseignir skiptir okkur máli. En að það þurfi að toga þetta út úr þinginu með töngum er alveg út í hött.