Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 78. fundur,  9. mars 2023.

ákvörðun nr. 59/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn o.fl.

805. mál
[12:39]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Varðandi ákvörðun nr. 337/2022 um rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið eru þó nokkur eftirlitsákvæði. Það er tiltölulega ógreinilegt í greinargerðinni og rauninni í tilskipuninni þegar maður rennir yfir hana hvað verið er að gera nákvæmlega og hvernig er verið að leggja til að eftirlitið eigi að líta út. Umræðan eins og hún var í ESB snerist dálítið um að það væri verið að setja ákveðinn eftirlitsbúnað til sjálfvirkrar vöktunar á netsamskipti. Það er pínu ógreinilegt akkúrat hérna nákvæmlega hvaða aðili ber ábyrgð á slíkri sjálfvirkri vöktun, hvort það séu þessi fjölmiðlunarfyrirtæki eða mynddeiliveitur eða hvort það séu í rauninni þau sem hafa tæknina til slíkrar miðlunar, sem eru bara Síminn og Vodafone og öll þessi internetþjónustufyrirtæki sem eru einnig með slíkar deiliveitur sjálf. Ef það er málið þá erum við komin með sjálfvirka vöktun á allri netumferð sem á að flagga ákveðnum atriðum eins og t.d. barnaklámi. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé sama tilraun til að vakta netumferð og hefur verið áður reynd en núna bara í skálkaskjóli þess að það eigi að vernda fólk fyrir barnaklámi.