Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 78. fundur,  9. mars 2023.

greining á samkenndarþreytu og tillögur að úrræðum.

208. mál
[13:32]
Horfa

Berglind Harpa Svavarsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka enn og aftur fyrir þessa umfjöllun og að fá að koma hér upp og fyrir orð í minn garð. Ég held að það sé bara svolítið jákvætt að það komi fleiri heilbrigðismenntaðir hér inn á þing. Þess vegna langaði mig að leggja orð í belg. Það er gríðarlega mikilvægt samfélagslegt verkefni að við hjálpum bæði þessum hópi fólks sem er í sérstakri áhættu og bara almenningi og fólki yfirleitt að hugsa vel um sig og þróa alls ekki með sér streitu og kulnun. Ég þakka bara aftur fyrir.