153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:53]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það eru vissulega tímamót að við skulum vera að ljúka þessu umdeilda máli núna og það mun skipta miklu máli fyrir þennan málaflokk. Það er búið að reyna hér ítrekað í nokkur ár að gera breytingar á útlendingalögum. Aðstæður hafa breyst mjög mikið á þessum tíma og í dag stöndum við frammi fyrir fordæmalausum vanda þegar kemur að því að taka á móti öllum sem leita hér til okkar sem flóttamenn og leita eftir vernd. Því er í mínum huga alveg ljóst að við þurfum að íhuga enn frekari skref til að færa okkur nær því regluverki sem gildir í nágrannalöndum okkar þannig að við séum ekki að fá þann fjölda hingað til okkar sem er langt umfram það sem er í nágrannalöndum okkar. En þetta er mikill áfangi á leið. Ég þakka nefndinni og sérstaklega meiri hlutanum fyrir góða og vandaða vinnu í þessu máli og fagna mjög þessari niðurstöðu.