153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:20]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Á síðasta ári fórum við yfir þau mörk að 100 milljónir manna eru á flótta í heiminum — 100 milljónir manna. Það ríkir verndarkrísa í heiminum sem lýsir sér í því að ríki ýmist geta ekki eða vilja ekki veita þessum 100 milljónum skjól. Með þessum breytingum sem er verið að gera hér í dag er Ísland að raða sér í vitlaust lið með þeim löndum sem vilja auka verndarkrísuna og auka neyð fólks á flótta í heiminum, og það á deginum þegar 12 ár eru liðin frá því að stríð hófst í Sýrlandi. Verði ykkur að góðu.