153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:36]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Með þeirri grein sem hér er lagt til að fella brott á að afnema rétt flóttafólks til að leggja fram ný gögn eða benda á breyttar forsendur til að fá endurupptöku máls síns — grundvallarréttur í stjórnsýslurétti. Stjórnsýslulög eru ein mesta réttarbót sem gerð hefur verið á Íslandi síðustu áratugi, eru einn af hornsteinum mannréttindaverndar sem borgarar njóta gagnvart stjórnvöldum hér í landi.

Hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur finnst óeðlilegt að flóttafólk njóti verndar stjórnsýslulaga. (BHar: Það er rangt.) Með öðrum orðum, henni finnst óeðlilegt að flóttafólk njóti mannréttinda á við annað fólk í þessu landi.