153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:41]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Hér er 24. gr. stjórnsýslulaga eiginlega kippt úr sambandi. Ef ég ætti að giska og veðja á það þá er þetta örugglega sú grein sem verður fyrst látið reyna á, mun fyrst falla í Mannréttindadómstólnum. Ég held að það sé frekar augljóst þegar allt kemur til alls, ef ég ætti að veðja á eitthvað. Ég hvet ykkur til að taka ekki stjórnsýslulög úr sambandi hérna. Það er, ef eitthvað er, bara lágmarkskrafan um það sem þyrfti að breyta í þessu frumvarpi, það væri þetta. Þetta varðar, eins og sagt var hér áðan, algjör grundvallarréttindi borgaranna gagnvart stjórnsýslunni, að geta klárað málin sín. Ég hvet þingmenn til að hugsa um þetta í alvörunni. Þetta er mjög alvarleg breyting.