153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:58]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Fyrir tveimur árum reyndu stjórnvöld að brjóta réttindi á nokkrum palestínskum flóttamönnum með því að svipta þá þjónustu, eins og það heitir á fínu máli, henda þeim út á götuna allslausum, framfærslulausum, húsnæðislausum, ekki með aðgang að heilbrigðisþjónustu, til þess að svelta þá til hlýðni, til þess að þeir myndu bara sjálfir koma sér úr landi vegna þess að stjórnvöld höfðu ekki úrræði til þess að koma þeim úr landi með valdi. Þá var þessu valdi beitt, valdinu að skrúfa fyrir alla aðstoð. Sem betur fer voru stjórnvöld gerð afturreka með þetta. En hvað lærðu þau af því? Ekki annað en að nú vilja þau lögfesta ógeðið, vilja lögfesta það að geta svelt fólk til hlýðni. Það er ótrúlegt að þetta sé komið svona langt. Það er óhugsandi (Forseti hringir.) að fólk sem setur sig í spor manneskjunnar sem lendir í þessu geti horft í spegil.

(Forseti (BÁ): Þingmaðurinn segir?)

Ég segi já.