153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:15]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Hér er lagt til að fellt verði brott ákvæði sem bætir skilgreiningu inn í lögin á hugtakinu „endurtekin umsókn“. Við erum með aðal- og varatillögu hvað þetta varðar. Aðaltillagan gengur út á að fella skilgreininguna brott vegna þess að líkt og hv. þm. Eva Sjöfn Helgadóttir sagði hérna rétt áðan er ákvæðið einfaldlega gallað, ákvæðið sem fjallar um endurteknar umsóknir og það er 7. gr. Hins vegar erum við varatillögu og ég mun gera grein fyrir henni rétt á eftir. En með 7. gr. er verið að rugla saman tveimur hlutum. Það verið að rugla saman annars vegar endurtekinni umsókn, sem er byggð á sömu forsendum og áður, og hins vegar beiðni um endurupptöku. Þetta er galli. Þessi skilgreining er gölluð. Hún er ekki í samræmi við skilgreiningu á endurtekinni umsókn samkvæmt Evrópurétti og samkvæmt öðrum ríkjum. Þetta er leið til þess að svipta fólk réttinum til þess að fá ranga ákvörðun leiðrétta. Ég segi já við því að fella þetta brott alfarið.