153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:23]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Þessi grein hefur verið máluð upp með ýmsum litum en það er ekki svo að hér sé verið að brjóta á hagsmunum umsækjanda. Ákvæðið fjallar einungis um öflun vottorða sem byggjast á heilbrigðisskoðun eða læknisrannsókn með samþykki útlendingsins eða fyrirliggjandi upplýsingum um heilsufar úr sjúkraskrám. Ef útlendingurinn sem aflað er vottorðs um hafnar heilbrigðisskoðun eða læknisrannsókn verður aldrei framkvæmd rannsókn gegn vilja viðkomandi, enda er ekki lagastoð fyrir því og það er ekki ætlunin að lögfesta slíkt. Ég segi nei.