153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:27]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. 11. gr. frumvarpsins gengur út á að auðvelda Útlendingastofnun að neita ríkisfangslausu fólki um vernd hér á landi með því að víkka út heimildir til þess að vísa þeim eitthvert annað. Gengur það gegn markmiðum Íslands um að bæta stöðu ríkisfangslausra hér á landi. Í greinargerð segir að með þessu ákvæði í frumvarpinu verði framkvæmd breytt til samræmis við leiðbeiningar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Núgildandi löggjöf er í fullkomnu samræmi við þær leiðbeiningar. Hér er verið að færa löggjöfina að því lágmarki sem flóttamannasamningurinn leyfir. Það er verið að rýra stöðu ríkisfangslausra hér á landi. Og til hvers? Það er óljóst og kemur hvergi fram. Því legg ég til að ákvæðið verði fellt brott.