153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:38]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. C-liður í 18. gr. frumvarpsins helst í hendur við önnur ákvæði sem snúast um að svipta fólk grunnþjónustu og er formsatriði tengt því. Ég legg því til að c-liður 8. gr. verði felldur brott þar sem grundvallarþjónusta og skerðing á henni er eitt það hræðilegasta sem er í þessu umtalaða frumvarpi.