153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:59]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Ég finn mig knúna til að koma aftur upp og biðla til þingheims að taka tillit til þess að við erum hér að skerða réttindi barna. Það er ljóst að börn fá ekki sjálfstæða málsmeðferð ef þetta verður svona. Þetta getur haft ótrúlegar afleiðingar. Og hvar er t.d. mennta- og barnamálaráðherra? Stendur enginn vörð um réttindi barna hér?