153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:05]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Loksins erum við komin í breytingartillögur sem einhver skynsemi er í. Ég vil þakka hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur fyrir þessa breytingartillögu. Það er rétt að í breytingartillögum meiri hlutans sem við greiðum atkvæði um núna á eftir, erum við að setja ákvæði inn í lögin um að heimilt sé að horfa til ungs aldurs viðkomandi sem náð hefur 18 ára aldri en sannanlega verið fylgdarlaust barn við komu til landsins. Þetta er ákvæði sem áður hefur verið í reglugerð og verið er að færa inn í lögin. Ég held að það sé vel til fundið að notast við orðalagið að skylt sé að horfa til ungs aldurs. Ég segi já.