153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:06]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Þegar heimildarákvæði eru túlkuð þannig að það sé ekki alltaf farið eftir þeim en við viljum alltaf að svo sé þá breytum við orðalaginu einfaldlega þannig að það verði skylt að fara eftir þeim. Þetta er góð breytingartillaga og sá víðtæki stuðningur sem hún nýtur, meira að segja úr röðum stjórnarliða, sýnir að meira að segja biluð klukka getur verið rétt tvisvar á sólarhring.