153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:10]
Horfa

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Við höfum nú þegar samþykkt í 2. umr. að ráðherra hafi heimild til þess að setja reglugerð um hagsmunamat barna. Núna erum við að setja það í lögin að ávallt skuli framkvæma sérstakt hagsmunamat. Með því verður staða þeirra tryggð enn betur og þá ekki síst barna sem koma fylgdarlaus hingað til lands. Meiri hlutinn undirstrikar mikilvægi þess að gæta ávallt að hagsmunum barna á flótta enda er það viðkvæmur hópur. Þetta er einnig í samræmi við markmið í þingsályktun um Barnvænt Ísland um mótun barnvæns hagsmunamats. Ég segi já.