153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:15]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg):

Herra forseti. Það er með ólíkindum að sitja í þessum sal í dag og hlusta á ræðu eftir ræðu þar sem farið er með ósannindi, gert lítið úr þeim miklu breytingum sem orðið hafa á þessu frumvarpi. Það sem hér er undir er t.d. ákvæði þar sem verið er að mæta og taka tillit til umsagna embættis landlæknis sem minni hlutinn í allsherjar- og menntamálanefnd var gríðarlega upptekinn af í vinnu nefndarinnar. Ég er ofsalega stolt af því að VG hafi komið þessari breytingu í gegn og þess vegna segi ég að sjálfsögðu já.