153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:33]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Þetta frumvarp mun ekki fækka flóttafólki hér á landi og það er það sem hv. þingmenn eru að meina þegar þeir segja að þetta frumvarp breyti engu í þeim efnum. Þetta frumvarp mun hins vegar brjóta á réttindum flóttafólks, þar á meðal flóttabarna, brjóta á rétti þeirra til sjálfstæðrar efnismeðferðar. Þetta frumvarp er vont í alla staði. Og enn og aftur: Þetta er yfirlýsing. Þetta er yfirlýsing ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um það að flóttafólk eigi ekki að finna fyrir því að það sé velkomið á Íslandi. Þess í stað á það að upplifa tortryggni í sinn garð. Það á upplifa að það njóti ekki réttinda til jafns við aðra á Íslandi, að það sé annars flokks. Þess vegna er þetta sorgardagur, vegna þess að við erum að leiða í lög að við erum tilbúin að mismuna fólki, byggt á því hvaðan það er að koma.